Forsíða
Velkomin(n) á Wikipedíu
Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameininguÁ hinni íslensku Wikipedíu eru nú 54.249 greinar.
Grein mánaðarins
Seinna stríð Kína og Japans var styrjöld á milli Lýðveldisins Kína og japanska keisaradæmisins sem háð var frá 1937 til 1945. Stríðið hófst í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar og rann inn í hana eftir að Japanir gerðu árás á Perluhöfn árið 1941. Stríðinu lauk með skilyrðislausri uppgjöf Japana fyrir bandamönnum eftir kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki árið 1945.
Orsök stríðsins var útþenslustefna Japana, sem höfðu uppi áætlanir um að ná yfirráðum yfir allri Suðaustur-Asíu. Innrás Japana var framkvæmd í nokkrum þrepum sem kölluðust í japönskum áróðri „kínversku atvikin“ og voru útmáluð sem ögranir Kínverja gegn Japönum sem réttlættu hernaðarinngrip. Japanir notuðu Mukden-atvikið svokallaða árið 1931 sem tylliástæðu til að gera innrás í Mansjúríu. Árið 1937 hófu Japanir svo allsherjarinnrás í Kína eftir atvikið við Marco Polo-brúna svokallaða. Upphaf hinnar eiginlegu styrjaldar er miðað við það ár, og stundum er upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar einnig miðað við ártalið þótt algengast sé á Vesturlöndum að miða við innrásina í Pólland 1939. Kínverjar börðust einir gegn Japönum frá 1937 til 1941 en eftir að Japanir réðust á Perluhöfn komu bandamenn seinni heimsstyrjaldarinnar þeim til aðstoðar og hjálpuðu þeim að vinna bug á innrásinni.
Í fréttum
- 15. maí:
- Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2022: Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur fellur en Framsóknarflokkurinn bætir við sig fjórum borgarfulltrúum.
- Úkraína vinnur Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2022 með laginu Stefania eftir Kalush Orchestra.
- 9. maí: Bongbong Marcos (sjá mynd), sonur einræðisherrans Ferdinands Marcos, er kjörinn forseti Filippseyja.
- 8. maí: Sveindís Jane Jónsdóttir verður þýskur meistari með liði sínu Vfl Wolfsburg.
- 25. apríl: Samfélagsmiðillinn Twitter samþykkir yfirtökutilboð milljarðamæringsins Elons Musk.
- 24. apríl: Emmanuel Macron er endurkjörinn forseti Frakklands í kosningum á móti Marine Le Pen.
- 20. apríl: Nóbelsverðlaunahafinn José Ramos-Horta er kjörinn forseti Austur-Tímor.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Innrás Rússa í Úkraínu • Kórónaveirufaraldurinn • Sýrlenska borgarastyrjöldin • Stríð Rússlands og Úkraínu
Atburðir 19. maí
- 2000 - Baneheia-málið í Noregi: Tveimur ungum stúlkum var nauðgað og þær myrtar í Kristiansand.
- 2001 - Fyrsta Apple Store-verslunin var opnuð í Fairfax-sýslu í Virginíu.
- 2003 - Stríðið í Aceh 2003-2004: Indónesíuher hóf aðgerðir í Aceh-héraði.
- 2009 - Bandaríski sjónvarpsþátturinn Glee hóf göngu sína.
- 2010 - Lögregla réðist gegn mótmælendum í Bangkok í Taílandi með þeim afleiðingum að 91 lést.
- 2011 - Lars von Trier var vísað frá kvikmyndahátíðinni í Cannes vegna ummæla hans um Adolf Hitler og gyðinga.
- 2011 - Dominique Strauss-Kahn sagði af sér sem yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
- 2013 - Uppþotin í Stokkhólmi 2013 hófust með íkveikjum í Husby og stóðu næstu þrjú kvöld.
- 2016 - EgyptAir flug 804 hrapaði í Miðjarðarhafið. 66 fórust.
- 2018 - Harry Bretaprins gekk að eiga bandarísku leikkonuna Meghan Markle.
Vissir þú...
- … að Valdimar gamli Kænugarðsfursti, sem kristnaði Rús-þjóðirnar í Garðaríki á 10. öld, er sagður hafa hafnað íslamstrú þar sem hann gat ekki hugsað sér að iðka trúarbrögð sem bönnuðu áfengisdrykkju?
- … að Gunnars kvæði á Hlíðarenda er eini íslenski sagnadansinn, svo vitað sé, sem fjallar um atburði úr Íslendingasögunum?
- … að Hoffmannsdropar voru gjarnan misnotaðir sem áfengi á bannárunum, til dæmis í Bandaríkjunum, á Íslandi og í Noregi?
- … að Claire Bretécher var fyrst kvenmyndasöguhöfunda til að hasla sér völl í fremstu röð í myndasögugerð í Frakklandi?
- … að borgin Grosní var nánast alfarið lögð í rúst í seinna Téténíustríðinu (sjá mynd) í kringum aldamótin 2000?
- … að áin Þverá í Fljótshlíð minnkaði verulega árið 1946 þegar hlaðinn var 600 metra langur varnargarður sem veitti megninu af ánni í Markarfljót?

Fjarskiptatækni • Iðnaður • Internetið • Landbúnaður • Lyfjafræði • Rafeindafræði • Rafmagn • Samgöngur • Stjórnun • Upplýsingatækni • Verkfræði • Vélfræði • Þjarkafræði

Afþreying • Bókmenntir • Byggingarlist • Dulspeki • Ferðamennska • Garðyrkja • Goðafræði • Heilsa • Íþróttir • Kvikmyndir • Kynlíf • Leikir • List • Matur og drykkir • Myndlist • Tónlist • Trúarbrögð

Atvinna • Borgarsamfélög • Félagasamtök • Fjölmiðlar • Fjölskylda • Fyrirtæki • Hernaður • Lögfræði • Mannréttindi • Umhverfið • Verslun

Náttúruvísindi og stærðfræði
Dýrafræði • Eðlisfræði • Efnafræði • Grasafræði • Jarðfræði • Landafræði • Líffræði • Náttúran • Stjörnufræði • Stærðfræði • Vistfræði • Vísindaleg flokkun • Vísindi

Félagsfræði • Fornfræði • Fornleifafræði • Hagfræði • Heimspeki • Mannfræði • Málfræði • Málvísindi • Menntun • Saga • Sálfræði • Tungumál • Tónfræði • Uppeldisfræði • Viðskiptafræði • Vitsmunavísindi

Ýmislegt
Listar • Gæðagreinar • Úrvalsgreinar • Efnisflokkatré • Flýtivísir • Handahófsvalin síða • Nýjustu greinar • Nýlegar breytingar • Eftirsóttar síður
Systurverkefni
Wikiorðabók Orðabók og samheitaorðabók |
Wikibækur Frjálsar kennslu- og handbækur |
Wikivitnun Safn tilvitnana | |||
Wikiheimild Frjálsar grunnheimildir |
Wikilífverur Safn tegunda lífvera |
Wikifréttir Frjálst fréttaefni | |||
Commons Samnýtt margmiðlunarsafn |
Meta-Wiki Samvinna milli allra verkefna |
Wikiháskóli Frjálst kennsluefni og verkefni | |||
Wikidata Samnýttur þekkingagrunnur |
Wikivoyage Ferðaleiðarvísar |
Mediawiki Þróun wikihugbúnaðarins |